(+354) 591 0100

Símanúmer

sik@si.is

Netfang

Fréttir

Ný stjórn SÍK

Aðalfundur Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) var haldinn hjá Samtökum iðnaðarins fimmtudaginn 16. nóvember síðastliðinn.

Ný stjórn var kosin en hana skipa Kristinn Þórðarson hjá True North sem einnig er formaður stjórnar, Guðrún Edda Þórhannesdóttir hjá Kvikmyndafélaginu Hughrif sem er varaformaður, Lilja Ósk Sigurðardóttir hjá Pegasus, Guðbergur Davíðsson hjá Ljósop, Hilmar Sigurðsson hjá Saga Film og varamenn í stjórn eru Júlíus Kemp hjá Kvikmyndafélagi Íslands og Hlín Jóhannesdóttir hjá Vintage Pictures.

Hér fyrir neðan má finna fundargerð aðalfundar, skýrslu stjórnar og ársreikning fyrir 2016.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Guðbergur, Hilmar, Hlín, Kristinn, Lilja, Guðrún og Júlíus. 

Aðalfundur SÍK fundargerð

SÍK ársreikningur

Skýrsla stjórnar

Bréf frá stjórn

SÍK fagnar samþykktu frumvarpi

Kvikmyndaframleiðendur fagna nýsamþykktu frumvarpi um hækkun á endurgreiðslum í 25% sem taka munu gildi 31. desember næstkomandi.  Endurgreiðsluhlutfallið tekur til alls framleiðslukostnaðar sem til fellur við framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis hér á landi. Annað nýmæli í lögunum er að horfið er frá því að nauðsynlegt sé að stofna sérstakt fyrirtæki fyrir hvert kvikmyndaverkefni heldur er fullnægjandi að bókhald og uppgjör hvers verkefnis sé sérstaklega aðgreint frá öðrum verkefnum þannig að ávallt sé unnt að greina þann kostnað sem tilheyrir hverju verkefni fyrir sig. Þetta er dæmi um hagræði sem skilar sér í minni tilkostnaði fyrir fyrirtækin. 

Málþing um fjárfestingar í kvikmyndaiðnaði

Kvikmyndaframleiðsla er hörku menningariðnaður! var yfirskrift málþings Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) og Samtaka iðnaðarins sem haldið var í Gamla bíói 26. maí. Á málþinginu var farið yfir jákvæða þróun kvikmyndaiðnaðarins hér á landi og fjallað um fjármála- og tryggingaþjónustu í kvikmyndagreininni með áherslu á alþjóðlegar lausnir fyrir íslenskan markað. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, stýrði málþinginu og erindi fluttu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs hjá SA, Guðný Guðjónsdóttir, forstjóri Sagafilm, Per Neumann, forstjóri European Film Bonds, sem fjallaði um framboð á tryggingum í tengslum við fjármögnun kvikmynda og Mads Peter Ole Olsen, forstöðumaður Norðurlandadeildar franska bankans Natixis Coficíné, sem fjallaði um fjármögnun og lán vegna kvikmynda. 

Kristinn Þórðarson, Truenorth nýr formaður SÍK

Aðalfundur SÍK, Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, var haldinn fimmtudaginn 26. maí s.l.

Á fundinum var kosinn nýr formaður Kristinn Þórðarson, framleiðandi hjá Truenorth. Kristinn tekur við af Hilmari Sigurðssyni, framkvæmdastjóra GunHil sem hefur gegnt starfi formanns í fjögur ár. 

Vel heppnuð ívilnun

Sértækir opinberir styrkir eða niðurgreiðslur til einstakra atvinnugreina eru jafnan litin hornauga í hagfræðinni. Almennt er litið svo á að markaðshagkerfið leiði sjálft til hagkvæmustu nýtingar á mannauði, fjármagni og annarra framleiðsluþátta og að stuðningur leiði til óhagkvæmni. Hægt er að nefna fjölmörg dæmi, bæði innlend og erlend, sem sýna fram á þetta. En á þessu eru hins vegar til undantekningar og dæmi til um vel heppnaðar stuðningsaðgerðir hins opinbera. Endurgreiðslukerfi til kvikmyndaiðnaðarins sem sett var á fót árið 1999 er athyglisvert dæmi um eitt slíkt. Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands um hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi er endurgreiðslukerfið rakið ítarlega og niðurstöðurnar benda eindregið til að sett markmið hafi náðst og gott betur.

Góðar fréttir fyrir kvikmyndaiðnaðinn

Tekjur ríkissjóðs af kvikmyndaframleiðslu eru hærri en endurgreiðslur til framleiðenda skv. nýútkominni skýrslu um hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi. Núverandi 20% endurgreiðsla til kvikmyndaiðnaðarins er því að skila sér. Sé einungis litið til beinna áhrifa eru skatttekjur kvikmyndaframleiðslu að jafnaði hærri en sem nemur endurgreiðslum.