(+354) 591 0100

Símanúmer

sik@si.is

Netfang

Fréttir

Málþing um fjárfestingar í kvikmyndaiðnaði

Kvikmyndaframleiðsla er hörku menningariðnaður! var yfirskrift málþings Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) og Samtaka iðnaðarins sem haldið var í Gamla bíói 26. maí. Á málþinginu var farið yfir jákvæða þróun kvikmyndaiðnaðarins hér á landi og fjallað um fjármála- og tryggingaþjónustu í kvikmyndagreininni með áherslu á alþjóðlegar lausnir fyrir íslenskan markað. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, stýrði málþinginu og erindi fluttu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs hjá SA, Guðný Guðjónsdóttir, forstjóri Sagafilm, Per Neumann, forstjóri European Film Bonds, sem fjallaði um framboð á tryggingum í tengslum við fjármögnun kvikmynda og Mads Peter Ole Olsen, forstöðumaður Norðurlandadeildar franska bankans Natixis Coficíné, sem fjallaði um fjármögnun og lán vegna kvikmynda. 

Kristinn Þórðarson, Truenorth nýr formaður SÍK

Aðalfundur SÍK, Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, var haldinn fimmtudaginn 26. maí s.l.

Á fundinum var kosinn nýr formaður Kristinn Þórðarson, framleiðandi hjá Truenorth. Kristinn tekur við af Hilmari Sigurðssyni, framkvæmdastjóra GunHil sem hefur gegnt starfi formanns í fjögur ár. 

Vel heppnuð ívilnun

Sértækir opinberir styrkir eða niðurgreiðslur til einstakra atvinnugreina eru jafnan litin hornauga í hagfræðinni. Almennt er litið svo á að markaðshagkerfið leiði sjálft til hagkvæmustu nýtingar á mannauði, fjármagni og annarra framleiðsluþátta og að stuðningur leiði til óhagkvæmni. Hægt er að nefna fjölmörg dæmi, bæði innlend og erlend, sem sýna fram á þetta. En á þessu eru hins vegar til undantekningar og dæmi til um vel heppnaðar stuðningsaðgerðir hins opinbera. Endurgreiðslukerfi til kvikmyndaiðnaðarins sem sett var á fót árið 1999 er athyglisvert dæmi um eitt slíkt. Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands um hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi er endurgreiðslukerfið rakið ítarlega og niðurstöðurnar benda eindregið til að sett markmið hafi náðst og gott betur.

Góðar fréttir fyrir kvikmyndaiðnaðinn

Tekjur ríkissjóðs af kvikmyndaframleiðslu eru hærri en endurgreiðslur til framleiðenda skv. nýútkominni skýrslu um hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi. Núverandi 20% endurgreiðsla til kvikmyndaiðnaðarins er því að skila sér. Sé einungis litið til beinna áhrifa eru skatttekjur kvikmyndaframleiðslu að jafnaði hærri en sem nemur endurgreiðslum. 

Stockfish – European Film Festival byrjar 19. febrúar

Stockfish – European Film Festival in Reykjavík verður haldin dagana 19.febrúar – 1.mars 2015 í Bíó Paradís. Hátíðin er haldin í samvinnu við Heimili kvikmyndanna, Bíó Paradís og fagfélög í kvikmyndagreininni á Íslandi. Fulltrúi SÍK í stjórn er Guðrún Edda Þórhannesdóttir. 

MIDPOINT event at Stockfish

mini MIDPOINT vinnustofa með Pavel Jech frá hinum þekkta FAMU skóla í Tékklandi á Stockfish kvikmyndahátíðinni 21. – 22. febrúar. Umsóknir þurfa að berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi fimmtudaginn 5. febrúar. Framleiðandi og handritshöfundur / leikstjóri með fyrstu eða aðra mynd í þróun þurfa að sækja um saman. Endilega dreifið í bransanum!

https://www.facebook.com/stockfishfilmfestival

Midpoint workshop_call for applications