(+354) 591 0100

Símanúmer

sik@si.is

Netfang

Fréttir

IHM úthlutun vegna ársins 2023

SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda – auglýsir eftir umsóknum um greiðslur úr IHM sjóði SÍK.

Rétt til umsókna úr sjóðnum eiga allir sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur sem framleitt hafa kvikmyndaverk sem sýnd hafa verið í sjónvarpi og á íslenskum streymisveitum á árinu 2023. Aðeins rétt út fylltar umsóknir verða afgreiddar. Vinsamlegast sendið umsóknir á:

SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda

Borgartúni 35

105 Reykjavík

eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Engar aðrar leiðir umsókna verða teknar gildar

Umsóknarfrestur fyrir greiðslur úr IHM sjóði SÍK vegna 2023 er til 27. ágúst næstkomandi. Ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma.

Greiðslur þessar eru bætur til kvikmyndaframleiðenda fyrir eintakagerð til einkanota á myndum þeirra, þegar þær eru sýndar í sjónvarpi á Íslandi.

Upplýsingar um úthlutunarreglur og umsóknareyðublað er að finna á flipanum IMH Réttahafagreiðslur á toppi heimasíðu eða hér

Ný stjórn kjörin á aðalfundi SÍK

Aðalfundur Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda var haldinn þann 6. júní sl.

Á fundinum fór formaður SÍK, Anton Máni Svansson, yfir störf stjórnar á liðnu ári. Þar ber helst að nefna vinnu stjórnar mikilvægi þess að stjórnvöld setji á laggirnar regluverk sem heimila gjaldtöku á streymisveitur með sambærilegum hætti og tíðkast er í mörgum Evrópuríkjum. Frumvarp þess efnis var birt á Samráðsgátt stjórnvalda í lok maímánaðar og má gera ráð fyrir að það verði lagt fyrir Alþingi á haustþingi. Þá fór formaður einnig yfir kröfu SÍK að stjórnvöld bæti úr verklagi á endurgreiðslum vegna kvikmyndaframleiðslu. Þar er lögð fram áhersla á að starfsumhverfi sjálfstæðra framleiðenda yrði endurskoðun og leitað yrði annarra leita til að gera fjármögnunarferli kvikmyndaiðnaðar á Íslandi skilvirkara.

Á fundinum lagði Hilmar Sigurðsson, gjaldkeri SÍK, fram gagnsæisskýrslu félagsins vegna ársins 2023 og greindi frá úthlutun IHM rétthafagreiðslna vegna ársins 2022 og núverandi úthlutun fyrir árið 2023. Þá lagði Hilmar fram endurskoðaða ársreikninga félagsins til samþykktar.

Anton Máni Svansson var einn til framboðs um formennsku þrjú framboð bárust um tvö laus sæti í stjórn. Í kosningu urðu þeir Arnar Benjamín Kristjánsson og Hilmar Sigurðsson hlutskarpastir. Þá barst eitt framboð, frá Hrönn Kristinsdóttur, um laust sæti varamanns.

Stjórn SÍK fyrir starfsárið 2024-2025 er því skipað:

Anton Máni Svansson, STILL VIVID ehf.

Agnes Johansen, RVK Studios ehf.

Arnar Benjamín Kristjánsson, Sagafilm ehf.

Hanna Björk Valsdóttir, Akkeri films ehf.

Heather Millard, Compass ehf.

Hilmar Sigurðsson, GunHil ehf.

Hrönn Kristinsdóttir, Go to Sleep ehf.

 

Á fundinum voru einnig lagðar fram lagabreytingar en þær snerust að meginefni um samþættingu dagskrárliða aðalfundar og orðalagsbreytingar.

Áfram heldur að fjölga aðildarfyrirtækjum innan SÍK sem hefur yfir að skipa 42 fyrirtækjum. Má merkja með þessu að mikill áhugi og gróska sé á starfsemi félagsins sem og í greininni í heild sinni.

Aðalfundur SÍK 2024

Aðalfundur SÍK mun fara fram fimmtudaginn 6. júní nk. kl. 16.00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum SÍK. Athygli er vakin á að gerðar eru tillögur til breytinga á lögum félagsins. Lagabreytingatillögur má finna á innri vef SÍK undir fundargögn aðalfundar, ásamt öðrum gögnum sem lögð verða fyrir fundinn.

Auglýst er eftir framboðum til formanns, tveggja meðstjórnenda og varamanns stjórnar. Framboð berist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund.

Dagskrá aðalfundar:

1.            Fundarsetning.

2.            Skýrsla stjórnar.

3.            Gagnsæisskýrsla sbr. gr. 4.4. laga SÍK.

4.            Almenn stefna um úthlutun réttindagreiðslna til rétthafa.

5.            Almenn stefna um frádrátt frá réttindatekjum og arðs af fjárfestingu.

6.            Almenn fjárfestingastefna.

7.            Notkun óráðstafanlegra fjárhæða.

8.            Framlagning endurskoðaðra reikninga.

9.            Lagabreytingar.

10.          Laun stjórnar.

11.          Stjórnarkjör.

12.          Kjör endurskoðenda.

13.          Aðildarsamningur SÍK við Samtök iðnaðarins

14.          Félagsgjöld ákvörðuð.

15.          Önnur mál, löglega upp borin.

Vinsamlega skráið mætingu hér: https://www.si.is/upplysingar-og-utgafa/a-dofinni/skraning/nanar/2067

Léttar veitingar verða í boði.

Málþing um sjálfbæra kvikmyndagerð á Íslandi

SÍK og Kvikmyndamiðstöð Íslands efna til samtals um sjálfbærni í framleiðslu íslenskra kvikmynda í samræmi við kvikmyndastefnu stjórnvalda til ársins 2030. 

Fyrir liggur að framleiðendur standa frammi fyrir auknum kröfum í þessum efnum, til að mynda um mælanleg markmið, vottun, þjálfun á mannauð og breytta nálgun í tækjakosti og aðföngum. Á málþinginu verður farið yfir hvernig er best að stuðla að þessari umbreytingu í greininni hérlendis. 

Málþingið fer fram í Bíó Paradís, þriðjudaginn 16. janúar, klukkan 15-17. Þátttaka er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig hér.

Dagskrá:

15:00 Inngangur
Gísli Snær Erlingsson, forstöðumaður KMÍ

15:10 Erum við ekki græn nú þegar? Hvers vegna þarf að mæla og gera áætlanir?
Anna María Karlsdóttir, ráðgjafi

15:30 Áskoranir og tækifæri
Fulltrúi stjórnar SÍK

Umræður

16:00 Kaffihlé

16:15 Green Producers Club
Mads Astrup Rönning kynnir starfsemi Green Producers Club

Umræður

17:00 Málþingi slitið

IHM úthlutun vegna 2022

SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda – auglýsir eftir umsóknum um greiðslur úr IHM sjóði SÍK.

 

Rétt til umsókna úr sjóðnum eiga allir sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur sem framleitt hafa kvikmyndaverk sem sýnd hafa verið í sjónvarpi og á íslenskum streymisveitum á árinu 2022. Aðeins rétt út fylltar umsóknir verða afgreiddar. Vinsamlegast sendið umsóknir á:

SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda
c/o Samtök iðnaðarins
Borgartúni 35
105 Reykjavík

eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Engar aðrar leiðir umsókna verða teknar gildar

Umsóknarfrestur fyrir greiðslur úr IHM sjóði SÍK vegna 2022 er til 28. nóvember næstkomandi. Ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma.

Greiðslur þessar eru bætur til kvikmyndaframleiðenda fyrir eintakagerð til einkanota á myndum þeirra, þegar þær eru sýndar í sjónvarpi á Íslandi. Reglur um úthlutun eru aðgengilegar hér: https://producers.is/index.php/ihm-retthafagreidhslur

Umsóknareyðublað er hér: https://producers.is/index.php/ihm-retthafagreidhslur og jafnframt í viðhengi þessa pósts. Vinsamlegast athugið að það er mikilvægt að fylla umsóknareyðublaðið í samræmi við leiðbeiningar á fyrsta flipa og öðrum þeim upplýsingum sem beðið er um, til að tefja ekki fyrir úrvinnslu gagna. Vinsamlegast setjið lengd verka sem mínútur, ekki tímakóða format.

Skjáauglýsingar verða birtar á RÚV auk auglýsingar á Klapptré og Facebook síðu SÍK.

Stjórn SÍK harmar ákvörðun matvælaráðherra

Í framhaldi af ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar á ný vill stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda koma eftirfarandi á framfæri:  

 

Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) harmar þá ákvörðun matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. Stjórnin lýsir yfir áhyggjum af afleiðingum ákvörðunarinnar og þeim orðsporshnekki sem Ísland hefur og mun verða fyrir haldi veiðarnar áfram. Nú þegar hefur fjöldi erlendra framleiðenda, leikara og umhverfissinna undirritað bréf þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að banna hvalveiðar. Íslenskur kvikmyndaiðnaður hefur verið í miklum vexti undanfarin ár og er um þessar mundir að festa sig í sessi sem ákjósanlegur áfangastaður fyrir hin ýmsu framleiðsluverkefni. Í þessu samhengi má nefna að velta kvikmyndaiðnaðar nam um 25 milljörðum á síðast liðnu ári, þar af er stór hluti útflutningstekjur. Afstaða alþjóðlega kvikmyndaiðnaðarins til hvalveiða vegur þungt hvort uppbygging síðustu ára haldi áfram eða að Ísland verði sniðgengið. Íslensk stjórnvöld hafa á undanförnum árum lagt mikinn metnað í að efla samkeppnishæfni íslensks kvikmyndaiðnaðar. Stjórn SÍK hvetur íslensk stjórnvöld til að horfa til heildarhagsmuna íslensks samfélags og vonast eftir skjótri samstöðu flokka um hvalveiðibann.