Aukaaðalfundur SÍK

Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda – SÍK, boðar forsvarmenn aðildarfyrirtækja til aukaaðalfundar mánudaginn 30. júní nk. kl. 17:00.

Peter Broderick með master class fyrirlestur um dreifingu kvikmynda í Bíó Paradís 12. júní

Peter Broderick mun halda „master class“ fyrirlestur um dreifingu kvikmynda í Bíó Paradís þann 12. júní næstkomandi. Fyrirlesturinn hefst klukkan 16:30 í sal 2. Aðgangur er ókeypis.

Frítt efni?

Í nýlegri grein í Kjarnanum kemur fram að á Íslandi séu um 115 þúsund háhraða nettengingar og að íslenski fjarskiptageirinn velti um 50 milljörðum árlega. Hilmar Sigurðsson skrifar um dreifingu á höfundarréttarvörðu efni á netinu.

Nýherji og Canon Europe standa fyrir kynningu

Nýherji og Canon Europe standa fyrir kynningu á Cinema EOS línunni föstudaginn 1. mars nk. 


Fjárlög 2014

SÍK heldur utan um gögn og annað tengt umræðu um fjármálafrumvarpið hér á síðunni. Smellið hér til að komast þangað!

Velkomin á vef SÍK - Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda

Tilgangur SÍK er að efla íslenska kvikmyndagerð og gæta hagsmuna og réttar sjálfstæðra kvikmyndaframleiðenda.
Félagið kemur fram fyrir hönd aðildarfélaga gagnvart stjórnvöldum, menningarstofnunum, fjölmiðlum og öðrum félagasamtökum. Sjá nánar á UM SÍK

Svæði félaga í SÍK

Félög sem eiga aðild að SÍK hafa aðgang að lokuðu svæði á vefnum þar sem finna má upplýsingar um starfsemi SÍK, fundargerðir funda félagsins, greinargerðir, fundargerðir stjórnar, samningsform, samninga við önnur félög og fleiri upplýsingar sem eingöngu eru aðgengilegar félögum í SÍK. Ef fyrirtæki þitt er í SÍK og hefur ekki fengið úthlutað aðgangsorði, þá vinsamlegast hafið samband við ritara SÍK. Til að komast inn á svæðið, þarf að skrá sig inn með forminu hér til hægri.

Adalfundur_2014_440px

SI_Aðili_kassiAtemplate

bio_paradis_small