Aðalfundur 2022

Anton Máni Svansson frá Join Motion Pictures var kosinn formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, á aðalfundi félagsins sem fram fór þann 3. júní 2022. Hilmar Sigurðsson frá Sagafilm var kosinn gjaldkeri og Inga Lind Karlsdóttir frá Skot Productions meðstjórnandi. Aðrir í stjórn eru Guðbergur Davíðsson, Júlíus Kemp og varamenn eru Kristinn Þórðarson og Hlín Jóhannesdóttir.